suzuki-swift-0022 suzuki-swift-sport-001 suzuki-swift-sport-003 suzuki-swift-003_interior suzuki-swift-sport-002

Í vikunni láku úr myndir sem sýndu nýjan Suzuki Swift sem á að koma á markaðinn 2017. Þessar myndir eru því rétt tæpu einu ári á undan því sem hefðbundið er. Reiknað var með því að Suzuki mundi kynna bílinn opinberlega í byrjun ársins 2017. Myndirnar sem hér sjást eiga uppruna sinn frá kynningarfundi sem haldin var fyrir umboðsmenn og sýna vel nokkrar skarpar og skemmtilegar breytingar á Swift sem Suzuki flokkar í dag sem ofursmábíl eða supermini upp á enska tungu.

Á myndunum má sjá ný framljós, grillið hefur fengið andlitliftingu, stór loftop í kringum þokuljós á framstuðara. Að aftan hallar bíllinn niður og það gefur honum sportlegra og kraftmeira útlit. Á fimm dyra útgáfunni er hurðarhandfangið falið á skemmtilegan hátt sem ýtir undir þetta sportlega útlit.

Talið er líklegt að bíllinn verði boðin með 1,0 lítra vél og sportútgáfan af bílnum komi til með að skarta 1.4 lítra vél með 6 gíra beinskiptingu. Talið er líklegt að Swift sport fái einnig nokkrar viðbætur umfram standard bílinn s.s. í fjöðrun, bremsum og stýri. Annars eru upplýsingar af skornum skammti sem stendur.

Comments

comments