Sigmundur DavíðStjórnarandstaðan fer mikinn þessa dagana í þeirri viðleitni sinni að gera forsætisráðherra tortryggilegan vegna fjármála eiginkonu sinnar. Í ljós kom í síðustu viku að eiginkonan Anna Pálsdóttir hafði kosið á sínum tíma að geyma eignir sínar erlendis. Það er sérlega mikilvægt í þessu ljósi að halda því til haga að skattar hafa verið greiddir á Íslandi vegna þessara eigna alla tíð. Það hefur Sæmundur Valdimarsson endurskoðandi hjá KPMG staðfest opinberlega. Það liggur einnig fyrir fyrir að eiginkona forstætisráðherra hefur ef eitthvað er tapað eignum vegna þeirra aðgerða sem eiginmaður hennar hefur staðið fyrir.

Engum dylst að Sigmundur Davíð er sá einstaklingur sem einna harðast gekk fram með þær hugmyndir að láta erlenda kröfuhafa greiða fyrir þann skaða sem hrunið leiddi yfir þjóðina. Þá voru núverandi stjórnarandstæðingar duglegir við að draga málflutning hans í efa og reyna að gera eins lítið úr honum og mögulegt var. Núna þegar stöðugleika samningar hafa náðst er þessi sami hópur að tala um að ekki hafi verið nóg að gert. Er nema von að fylgi Samfylkingar og VG sé enn að falla. Þessi málflutningur er ekki líklegur til að bæta þar úr jafnvel þó skipt verði út fólki í forystunni.

Engu er líkara en ýtt hafi verið á sjálfseyðingarhnappinn í samtökum Vinstri Grænna. Málflutningur varaformannsins í kringum þetta mál forsætisráðherra er slíkur að mikill sjarmi formannsins mun ekki duga til þess að vinna upp traust þeirra sem kæra sig ekki um fúkyrðaflauminn.

Líklegast hitti Vigdís Hauksdóttir naglann á höfuðið á facebook síðu sinni þar sem hún skrifaði eftirfarandi færslu:

„- þetta áhlaup nú á forsætisráðherra er hlægilegt í ljósi þeirra leyniupplýsinga sem liggja frá síðasta kjörtímabili á nefndarsviði Alþingis og athugun okkar nokkurra þingmanna á þeim
Sakleysingjarnir láta nota sig í pólitískum hráskinnaleik – síðasta ríkisstjórn færði kröfuhögum/hrægömmum bankana og þ.m heimili og fyrirtæki á silfurfati á einni nóttu – við skulum ræða það eftir páska – og þá verður ekki þurr þráður á þeim sem hafa hæst núna …
Það er gamalt trix að beina athygli í aðrar áttir – frá jarðsprengjusvæðum“

 

 

Comments

comments