Segja má að Honda hafi sá bifreiðaframleiðandi sem mesta athygli vakti á bílasýningunni í Genf þetta árið. Þeir frumsýndu bíl sem þeir kalla NeuV sem er rafmagns hugmyndabíll þeirra. Það sem gerir hann sérstakan er bæði framúrstefnulegt útlit og einnig að vélbúnaður bílsins er með það sem Honda kallar „emotion engine“  eða tilfinningatengingu sem lærir á hegðun eigandans. Bíllinn framleiðir einnig að hluta til sitt eigið rafmagn.

Honda segir að NeuV verði besti vinur þinn. Af því að ekki aðeins mun hann koma með tillögur sem byggja á háttarlagi þínu heldur getur hann einnig skapað þér tekjur þegar hann er ekki í notkun.

Það virkar svona: Þegar bíllinn er ekki í notkun tekur hann sjálfstæðar ákvarðanir að selja orku sem hann framleiðir til baka inn á það kerfi sem hann er tengdur við telji hann það hagkvæmt. Hljómar áhugavert í því ljósi að samkvæmt könnunum er einkabíllinn í kyrrstöðu 96% af líftíma sínum.

Bíllinn er knúin áfram af nýrri vél sem Honda segir tilfinningatengda kýs að nefna HANA það stendur fyrir Honda Automated Network Assistant. Honda kynnti einnig fyrir skömmu síðan rafmagnshjól eða réttara er líkast til að kalla þetta rafmagnshlaupahjól sem þeir kalla Kick ‘n Go. Það hjól er með útskiptanlegri rafhlöðu sem verður hægt að hlaða í skottinu á NeuV.

Comments

comments