Stutt er í að stærsta flugvél heims Stratolaunch taki sig á loft. Það er Paul Allen einn af stofnendum Microsoft sem fjármagnar þetta ævintýri. Nýlega bauð Allen blaðmönnum að kíkja á gripinn og vakti stærð hans mikla athygli. Vænghaf vélarinnar er 117 metrar og er hún búin sex hefðbundnum þotuhreyflum auk eldflaugar. Hlutverk hennar að bera gervihnetti og önnur smærri geimför út fyrir gufuhvolfið.

Hugmynd Allens er að Stratolaunch taki á loft eins og hefðbundin flugvél og fljúgi upp í 30.000 feta hæð þar sem eldflaug er ræst sem þeytir vélinni síðasta spölinn út í geim.

Flugvélin er stærri en bæði Spruce Goose sem Howard Hughes byggði árið 1947 og einnig stærri en Antonov An-225 sem hefur verið stærsta flugvél heims.

Nánar má lesa um Stratolaunch hér

SL3 SL2 samanburdur Stratolaunch

Comments

comments