Hallgrímur Óskarsson skrifar eftirfarandi pistil á heimasíðu sína hallgrimur.is

Við heyrum oft að lífeyriskerfið á Íslandi sé eitt það besta í heiminum. Eflaust er margt ágætt við okkar lífeyriskerfi en samt sem áður er líka margt sem þarf að laga. Kerfið verður að vera opið fyrir breytingatillögum og allri gagnrýni.

Ef lífeyriskerfið á Íslandi væri vel heppnað þá væru lífeyrisþegar, sem greitt hafa lengi, með mikla inneign. Ellilífeyrir væri góður og kerfið væri nógu hvetjandi til að tryggja að hver og einn greiddi nóg inn í kerfið til að tryggja góðan ellilífeyri. En því miður er það ekki raunin.

Lífeyrisjóðir eru að greiða ótrúlega lágar upphæðir í ellilífeyri – svo lágar að það er varla fyrir sunnudagssteikinni í tilfellum margra lífeyrissjóða. Að meðaltali eru konur að fá 22 þús á mánuði hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda, 26 þús á mánuði hjá Lífeyrissjóði bænda og aðeins 36 þús á mánuði hjá Gildi lífeyrissjóð.

Dæmi frá nokkrum sjóðum eru sett fram í þessari töflu:

Þetta eru fremur lágar tölur sem greiddar eru úr sjóðunum í ellilífeyri.

Lækkandi tölur til útgreiðslu úr sjóðum þýða að ríkið þarf að greiða meira í almannatryggingar. Á sama tíma vill ríkið greiða æ minna til þessa málaflokks. Hvað fólk fær í lífeyri m.v. við meðallaun yfir starfsævina er alltaf að lækka og er svo komið að það sé komið að því að spyrja hvernig staðan verði orðin eftir 10 eða 20 ár? Eru þeir sem eru á miðri starfsævi með trygga lágmarksafkomu? Það bendir margt til þess að svo sé ekki.

Nú eru upphæðin úr almannatryggingum sem einstaklingur fær um 240 þús. á mánuði. Samkvæmt töflunni hér ofar er viðbótin við það heldur lítil frá lífeyrissjóðunum. Og þegar viðbótin er komin er drjúgur hluti hennar sem fer í frádrátt þannig að stærstur hluti ellilífeyrisþegar landsins eru að fá greitt 240-290 þús kr. á mánuði. Er hægt að lifa af því? Ekki ef þú vilt lifa mannsæmandi lífi.

Er þá hægt að segja að lífeyriskerfið okkar sé gott?

Fyrirsögnin hér er Veggsins en Hallgrímur ritar greinina á heimasíðu sína.

Comments

comments