Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra vonist til að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir við nýja flug­stöð í Vatns­mýri á næsta ári eða 2018.

„Það er í mín­um huga mik­il­vægt að hefja sóma­sam­lega upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir farþega og starfs­menn í Vatns­mýri,“ seg­ir Jón í samtali við Moggann.

Hann hyggst jafn­framt skipa nýj­an starfs­hóp sem falið verður að meta flug­vall­ar­kosti fyr­ir inn­an­lands­flugið. Sá hóp­ur muni taka við kefl­inu af svo­nefndri Rögnu­nefnd, sem komst að þeirri niður­stöðu að Hvassa­hraun væri fýsi­leg­asti val­kost­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið.

Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Air Ice­land Conn­ect (áður Flug­fé­lag Íslands), seg­ir tíðind­in ánægju­efni.

 

Comments

comments