Ferðaþjón­ust­an ber uppi þjón­ustu­út­flutn­ing en þar má sjá blik­ur á lofti, seg­ir í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar bank­ans. Það er styrk­ingu krón­unn­ar, sam­drátt í neyslu hvers ferðamanns og styttri dval­ar­tíma.

Greinileg niðursveifla er í veltu erlendra greiðslukorta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar má meðal annars sjá 30% samdrátt á milli ára í úttektum erlendra ferðamann á reiðufé.

Á sama tíma ferðast Íslend­ing­ar sem aldrei fyrr til út­landa en um 15% lands­manna lögðu land und­ir fót í maí.

Inn­flutn­ing­ur lit­ast tals­vert af aukn­um kaup­mætti heim­ila. Sem dæmi má sjá meira en tvö­föld­un inn­flutn­ings var­an­legra neyslu­vara, líkt og heim­ilis­tækja, á fjór­um árum. Sömu­leiðis er inn­flutn­ing­ur at­vinnu­lífs­ins mik­ill og er sér­stak­lega bygg­ing­ar­geir­inn orðinn um­svifa­mik­ill.

„Stóra spurn­ing­in næstu miss­er­in er hvort út­flutn­ings­grein­ar geti staðið und­ir nú­ver­andi gengi krón­unn­ar, en eins og við höf­um áður fjallað um telj­um við lík­legra en ekki að krón­an sé yf­ir­verðlögð til lengri tíma,“

Skýrslu Arion banka má finna hér

Comments

comments