Margir furða sig á því þessa dagana hvernig standi á því að Vinstrihreyfingin grænt framboð (VG) skuli mælast jafn vel og raun er í þeim skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðustu daga. Samstarfsflokkur VG úr síðustu ríkisstjórn Samfylkingin er við það að þurrkast út og dinglar í kringum 6 – 8% á meðan að VG virðist vera á góðu flugi og mælist ítrekað þriðji stærsti flokkur landsins.
Flestir virðast sammála um að hér skipti sköpum persónufylgi formanns VG Katrínar Jakobsdóttur sem hefur á undraverðan hátt komið sér undan því að taka nokkra ábyrgð á verkum VG í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Almennt er það svo að helstu afglöp þeirrar ríkisstjórnar má þakka sérstaklega fyrrum formanni VG, Steingrími J. Sigfússyni sem fór mikinn á tímabilinu 2009 til 2013.
Það hefur algerlega gleymst að Katrín Jakobsdóttir var á þessum tíma bæði menntamálaráðherra og varaformaður VG og ber því fulla ábyrgð á þessum verkum. Tefflon Kata eins og gárungarnir eru farnir að kalla hana, vegna þess einstaka eiginleika að geta fengið þjóðina til þess að gleyma öllu með brosinu einu saman, ber ásamt flokksbróðir sínum Steingrími J. ábyrgð á því að þúsundir fjölskyldna voru bornar út af heimilum sínum. Auk þess má nefna ýmsar aðgerðir sem hafa kostað íslensk heimili hundruðir þúsunda á ársgrundvelli. Hér eru nokkur dæmi úr skrautlegri afrekaskrá VG sem Tefflon Kata ásamt samflokksmönnum sínum ber fulla ábyrgð á.
Icesave I.
Icesave II.
Icesave III.
Lögðust gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB árið 2009
Hækkun á tekjuskatti einstaklinga um 9%.
Hækkuðu erfðarfjárskatt um 100%.
Samþykktu aðildarumsókn að ESB árið 2009 þvert á stefnu flokksins.
Hækkuðu gjöld á áfengi um ríflega 50%
Hækkuðu tóbaksgjald um 52%
Hækkuðu kolefnisgjald á gas- og díselolíu um 98%
Hækkuðu kolefnisgjald á bensín um 92%
Hækkuðu kolefnisgjald á Þotu- og flugvélaeldsneyti um 52%
Lögðust ekki gegn loftárásum NATO á Líbýu.
Samþykktu leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Veittu stóriðju á Bakka við Húsavík  sértækar undanþágur frá eðlilegri skattlagningu.
Veittu ríkisábyrgð vegna Vaðlaheiðargangna þar sem allar áætlanir eru úr lagi gengnar.
Hleyptu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum inn á gafl í stjórnarráði Íslands.
Bensíngjald hækkaði sérstaklega um 81% til viðbótar við kolefnisgjaldið.
Gerðu ekkert til hjálpar almenningi vegna skuldastöðu í kjölfar hrunsins.
Gáfu kröfuhöfum föllnu bankanna Íslandsbanka og Arionbanka og þar með veiðileyfi á heimili landsins.
Lögðu fram 16 milljarða króna til bjargar Sjóvá. Tapið féll á almenning.
Reyndu að endurreisa Sparisjóðinn í Keflavík. Kostaði almenning 25 milljarða.
Hér er aðeins stikklað á stóru og margt fleira væri hægt að tína til. Þau skötuhjú stóðu fyrir 100 breytingum á skattkerfinu sem kom sér mjög illa fyrir almenning. Það hefur síðan komið í ljós að Bankarnir fengu sitt. Ríkissjóður hefur fengið sitt með útgönguskattinum, almenningur hefur ekki fengið sitt tjón til baka sem neinu nemur. Í raun má segja að Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ásamt samstarfsfólki sínu beri persónulega ábyrgð á því að einungis almenningur var látin bera kostnaðinn af hruninu.
Svo dettur fólki í hug að kjósa þetta fólk aftur til ábyrgðar bara af því að það brosir fallega.

Comments

comments