ONÍ viðtali við Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra á visir.is sem birtist föstudaginn 20. nóvemer síðstliðinn kemur fram skýr afstaða hennar að:

„Reykjavíkurflugvöllur verði í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina.“

Það er ánægjulegt að sjá loksins ráðherra sem stendur í lappirnar gegn ótrúlegum yfirgangi borgarstóra í þessu máli.

„Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ Segir Ólöf.

Í viðtalinu kemur fram að Innanríkisráðuneytið varaði borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið. Þrátt fyrir það veður borgin fram og gefur út leyfið án þess að kanna til hlítar hverjar afleiðingarnar eru fyrir íbúa Reykjavíkur ef niðurstaða dómstóla verður borginni í óhag. Engu er líkara en borgarstjóri hafi ætlað að beygja þennan ráðherra eins og hann hefur svínbeygt bæði embættismenn og stofnanir.

Borgarstjóri hefur sýnt að hann hefur ekki stjórn á fjármálum Reykjavíkurborgar, það kemur fram í botnlausu tapi A-hluta borgarsjóðs og óraunhæfum tillögum meirihlutans undir forystu borgarstjóra til að ná utan um, og stöðva þann taprekstur. Borgarstóri er að sýsla með fjármuni borgarbúa, hann ætti mögulega að hugleiða það áður en hann heldur áfram að spila sitt matador með staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

vg

 

Comments

comments