Kjarninn

Mjög athyglisverð grein eftir Hrafnkell Lárusson blaðamann birtist á Kjarnanum. Greinin ber nafnið „Kommentakerfi á endastöð.“ Hrafnkell er hér að velta fyrir sér hverju kommentakerfin hafa bætt við inn í upplýsta umræðu í samfélaginu. Hann ritar:

„Sú tilraun að leyfa lesendum að kommenta á fjölmiðlaefni hefur nú staðið í allmörg ár. Niðurstaðan hennar er næsta afdráttarlaus. Þó einstaka sinnum sjáist í kommentakerfum áhugaverð viðhorf og pælingar þá hafa flestir þeir sem reynt hafa að nota þennan vettvang til að skapa uppbyggilega og gagnlega umræðu um dægurmál fyrir löngu gefist upp. Þeirra framlög hafa drukknað í hótfyndni, dómhörku, skætingi, ásökunum og illkvittni sem eru orðin helstu einkenni kommentakerfanna. Þegar verst lætur hafa þau orðið kjörlendi fyrir þöggun áreitni, einelti og hótanir.“ 

og áfram heldur Hrafkell:

„Kommentakerfin hafa fyrir löngu sannað gagnsleysi sitt sem tæki til uppbyggilegrar umræðu. Vonir um það hafa brugðist og snúist upp í andhverfu sína. Kommentakerfin voru áhugaverð tilraun. En hún mistókst og kerfin eiga nú að tilheyra fortíðinni.“

Veggurinn tekur heilshugar undir þessi sjónarmið. Afar fágætt er að athugasemdir á kommentakerfum fjölmiðla geri umræðuna upplýstari og ríkari.

Hér má lesa þessa umfjöllun Kjarnans.

Comments

comments