Fyrsta Michel­in stjarnan lenti á Íslandi í morgun þegar tilkynnt var í Stokkhólmi í morgun að veit­ingastaður­inn DILL hefði fyrstur Íslenskra veitingastaða hlotið þennan heiður. Yfirkokkur á DILL er Ragn­ar Ei­ríks­son mat­reiðslumaður en hann tók við stöðu yfir­kokks í árs­lok 2015

Veit­ingastaður­inn DILL Restaurant hef­ur getið sér gott orð hér­lend­is sem er­lend­is. Hann hef­ur hlotið margskon­ar viður­kenn­ing­ar og hef­ur nokkr­um sinn­um verið val­inn besti veit­ingastaður Íslands á list­um á borð við White Gui­de Nordic, Nordic Prize og víðar. Með Michel­in stjörn­unni hef­ur það verið gert op­in­bert að DILL hlýt­ur eina stærstu viður­kenn­ingu sem veit­ingastaðir víða um heim kepp­ast um að fá: hina virtu Michel­in stjörnu.

Hægt er að skoða afhendinguna sem var í beinu streymi í myndbandinu sem hér fylgir með, Stjarna Ragnars er afhent á 38. mínútu.

Comments

comments