1280px-Gadus_morhua-Atlantic_codNorður Atlandshafs þorskurinn Cadus morhua veiðist víða á norðurhveli jarðar eða frá Suður Carolínu í vestri, norður fyrir Svalbarða og Novia Zemlya í Austri. Stofnar þorsks á þessu svæði eru tuttugu og þrír.  Á sumum þessara veiðisvæða er þorskur ofveiddur og jafnvel í útrýmingarhættu á meðan aðrir stofnar eru stækkandi og veiddir á sjálfbæran hátt. Ástandið við austurströnd Bandaríkjanna er sérstaklega slæmst og ofveiði verið þar mikil. Á 17 og 18 öld var þorskur veiddur í stórum stíl við Nýfundnaland og Labrador sem var ákaflega mikilvægur hagkerfi Nýja Englands. Eru færð ágæt rök fyrir því í bókinni Saga Þorsksins að í raun voru það deilur vegna tolla á saltfisk sem var upphafið af frelsisstríði Bandaríkjanna en ekki testríðið.

Í fréttum vikunnar var sagt frá því að Bandaríkjamenn ætli  að setja samasem merki við þorsk og ólöglegar veiðar. Er slík ofureinföldun furðuleg og stórhættuleg fyrir okkar fiskiðnað. Saka þeir aðrar þjóðir um að gera það sem þeir í raun gera sjálfir, eða ósjálfbærar veiðar.

Aftur á móti gefur þetta útspil Bandaríkjamanna okkur tækifæri til þess að setja kraft í rekjanleika afurða. Hægt væri að merkja allan fisk sem hér er veiddur þannig að neytandinn getur séð hvar fiskurinn sé unninn allt niður til þess hvar báturinn var við veiðar og dró hann að landi. Væri hægt að nota þetta sem markaðsátak fyrir íslenskan fisk og íslenskan fiskiðnað. Einnig til að sýna kaupendum okkar hvernig við nýtum auðlindir okkar á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

 

Comments

comments