Ýmsir aðilar hafa deilt myndbandinu hér að neðan síðasta sólahringinn eftir að í ljós hefur komið að vogunarsjóðir þeir sem Steingrímur J. Sigfússon gaf íslensku bankana eftir það sem kallað hefur verið einkavæðing bankanna hin síðari, ákváðu að selja sjálfum sér Arion banka á undirverði til þess að losna á eins léttan hátt og mögulegt var undan skilyrðum stöðugleikasamninga.

Ljóst er að margir þeir sem hafa fylgst með umræðunni sjá nú ýmislegt af því sem Sigmundur Davíð spáði fyrir um vera að rætast. Heyrst hefur að með þessum snúningi séu þessi vogunarsjóðir að spara sér andvirði nýs Landspítala sem undir eðlilegum formerkjum hefði runnið til ríkisins í formi hærra stöðugleikaframlags. Morgunblaðið fjallar um þetta mál í blaði sínu í dag og þar segir meðal annars.

„Þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gert sér grein fyr­ir hætt­unni á því að eig­end­ur Kaupþings gætu selt sjálf­um sér hlut­inn í bank­an­um, voru lík­ur á því tald­ar hverf­andi“

Svo virðist sem núverandi stjórnvöld ætli að sitja hjá aðgerðarlaus. Myndbandið hér að neðan var tekið upp á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri í júní 2016.

 

Comments

comments