Einstrengingsleg þéttingar- og lóðaskortsstefna meirihlutans í borginni hefur valdið miklum húsnæðisvanda og hækkun húsnæðisverðs. Á þessum þremur árum sem núverandi meirihluti hefur verið við stjórnina í borginni var úthlutað lóð fyrir eitt fjöleignarhús með fleiri en fimm íbúðum á árinu 2014, einni slíkri lóð var úthlutað árið 2015 og fjórum slíkum lóðum 2016. Í mars á þessu ári var svo tveimur slíkum lóðum úthlutað og í maí var fimm lóðum úthlutað. Ekkert af húsunum á þeim lóðum sem hefur verið úthlutað á kjörtímabilinu, það er á síðastliðnum þremur árum, er komið lengra en byggingarstig 4 sem er fokheldi. Þetta er nú öll framtakssemi meirihlutans í borginni, þ.e. Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar, fyrstu 3 ár kjörtímabilsins í einum mesta húsnæðisvanda í Reykjavík í áratugi.

Comments

comments