imgresÞað er oft gaman að leita í gömlum fréttum og rifja upp skoðanir spámanna sem enn eru að sjá fram í tímann og vita betur en við hin. Einn þeirra, er Gunnar Smári Egilsson sem heldur úti Fréttatímanum. Er hann að skrifa í Pressuna 1990 og veltir fyrir sér spá Byggðastofnunar sem kom út það ár. Fjallar hann um spánna í ritsjórnarpistli Pressunar 13 desember það ár og bætir við sinni spá.

Þar segir;

Nú í vikunni bárust fréttir af spá Byggðastofnunar um búsetuþróun á íslandi næstu tvo áratugina. Samkvæmt henni munu um 15 þúsund manns flytja frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins fram til aldamóta. Þetta er reyndar ekki spá í eiginlegri merkingu. Það eina sem sérfræðingar Byggðastofnunar gerðu var að reikna út hversu margir flyttu á mölina á næstu áratugum ef þróun undanfarinna ára héldi áfram.

Óhætt er að segja að þessi spá Byggðastofnunar hafi gengið eftir og gott betur. Því á árunum frá 1990 til 2000 fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um 16 þúsund umfram landsbyggðina.  Það er að segja íbúafjöldin á höfuðborgarsvæðinu bætti við sig 29.503 en á landsbyggðinni fjölgaði um 13.365 á áratugnum 1990 til 2000. En þegar Gunnar Smári kemur með spánna og ráðin þá bregst honum illilega bogalistin.

Þó svo það stríði gegn öllum lögmálum viljum við halda áfram að trúa því að við getum haldið öllum sjávarplásum og öllum sveitum í byggð. Þetta minnir stundum á baráttu Íslendinga við náttúruöflin. Sú barátta felst fyrst og fremst í því að afneita þeim. Enda eru hetjur okkar þeir sem frjósa í hel á skyrtunni á heiðum uppi eða þeir sem drepa sjálfa sig og aðra með því að róa á vanbúnum bátum í stórviðrum. Eins og áður sagði er nú orðið Ijóst að óbreytt efnahagsstefna mun gera íslendinga að fátækustu þjóð Evrópu. Við stefnum að því að verða nýir Tyrkir Evrópu. Og eins og Tyrkir hafa sótt í betri lífskjör í Mið-Evrópu þannig munum við leita til útlanda. Vandamálið sem íslendingar standa frammi fyrir snýst ekki um hvernig eigi að hindra að íbúar Djúpavogs flytji til Reykjavíkur heldur hvernig eigi að koma í veg fyrir að Íslendingar flytji á næstu árum og áratugum unnvörpum til landa sem bjóða upp á betri lífskjör.

Ekki veit ég hvers vegna Gunnar Smári talar sérstaklega um Djúpavog í þessari forustugrein sinni en þeir voru rændir og urðu fyrir búsifjum af Tyrkjum árið 1627. Ekki erum við fátækasta þjóð Evrópu og er ég nokkuð viss um að ekki einn einasti Íslendingur vill skipta á Íslandi fyrir Tyrkland. Með skynsamlegri stýringu í sjávarútvegi höfum við fengið nokkur ár þar sem enginn hefur farist á sjó, en þótt nokkrar sjávarbyggðir hafi átt undir högg að sækja á síðustu áratugum þá eru aðrar sem hafa styrkt stöðu sína verulega. Við þurfum þó helst að óttast það að einhver túristinn frjósi í hel á skyrtunni uppi á heiði.

Greinina má finna hér á (blaðsíðu 16).

Comments

comments