Við í Framsókn og flugvallarvinum fögnum því að innanríkisráðherra ætlar ekki að loka flugbraut 06/24 án fullvissu um að það komi ekki niður á öryggi flugvallarins. Til að unnt sé að taka ákvörðun um lokun flugbrautar þarf að liggja fyrir fullvissa um að lokunin komi ekki niður á flugöryggi. Er það fyrst þegar búið er að vinna grunnvinnuna, sem átti að vinna áður en brautin er tekin út af skipulagi, sem hægt er að taka upplýsta ákvörðun um hvaða áhrif slík lokun hefði og þá hvort unnt væri að loka brautinni yfir höfuð. Er því órökrétt og óábyrgt að taka flugbraut út af skipulagi, gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbrautinni og loka henni áður en slíkar upplýsingar liggja fyrir.

Comments

comments