Mörgum er verulega brugðið að sjá Steingrím J. Sigfússon sitjandi fyrir hönd VG í viðræðuhópi þeim sem nú ræðir efnahagsmál við stjórnarmyndunarviðræður.  Steingrímur er jú sá aðili sem seldi þúsundir heimila í skuldafangelsi erlendra hrægammasjóða. Eitt af þeim skjölum sem talsmenn vinstristjórnarinnar frá 2009-2013 haf reynt að hylma yfir í langan tíma er svokallað „Minnisblað frá Forsætisráðherra til Ríkisstjórnar frá 10.02.2009“, skrifað og lagt fyrir ríksstjórnina 10 dögum eftir að hún tók við. Málsnúmer skjalsins er FOR09010138 og fjallar um nauðsyn þess að ganga til samninga við erlenda kröfuhafa þvert á ákvæði neyðarlaganna.

Skjal þetta er á 2 bls, sú fyrri er lýsing á efni neyðarlaganna en sú seinni snýr öll að nauðsyn þess að ganga til samninga við erlendu kröfuhafana umfram ákvarðanir neyðarlaga.

Fyrstu tvær málsgreinarnar á seinni síðunni eru svohljóðandi:

„Meðal þess sem brýnt er að gera er að ákvarða bætur eða rétt gömlu bankana gagnvart hinum nýju. Rétt er að nefna að lánadrottnar gömlu bankanna eru afar ósáttir við eignamatið vegna bágra markaðsskilyrða, sem rýrir verðgildi eigna og þar með greiðslur til þeirra. Skilanefndir gömlu bankanna hafa allar ráðið alþjóðleg fjármálafyrirtæki til að gæta hagsmuna sinna og annast samskipti og samningagerð við lánadrottnana, en ríksissjóður er meðal lánadrottna gömlu bankanna, svo sem í Landsbanka Íslands.“

Næsta málsggrein er síðan svohljóðandi:

„Meðal viðkvæmustu atriða í samningunum framundan er að ákvarða með hvaða hætti lánadrottnum verði bætt það misvægi sem vikið er að fram, þ.e. með hvaða hætti réttur lánadrottna til hlutdeildar í verðmæti nýju bankanna, eða réttur til endurgreiðslna frá þeim, verður skilgreindur. Rætt hefur verið um að hanna þurfi einskonar tæki (instrument) í því skyni, sem ákvarðar þessa hlutdeild eða endurgreiðslu með hlutlægum hætti. T.a.m. gæti endurgreiðslan verið háð framtíðarafkomu bankanna, þ.e. verði sem til verður úr eignum sem færðar eru til nýju bankanna, en ekki er heldur útilokað að lánadrottnarnir vilji eignast hlut í nýju bönkunum.“

Er nema von að fólki bregði þegar aðilinn sem bugtaði sig og beygði fyrir erlendum kröfuhöfum 2009 er sestur að samningaborðinu um framtíðarskipan efnahagsmála. Við lestur minnisblaðsins hér að neðan fá minnispunktar úr bók Steingríms á fyrsta degi í ráðuneytinu, þann 1.02.2009 þar sem sagt er, „Menn segja best að kröfuhafarnir eignist bankana“ aukið gildi.

Minnisblaðið er hér birt í heild sinni.

Veggurinn_FOR09010138_1

Veggurinn_FOR09010138_2

 

Comments

comments