Fjórir íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú rúman 15 prósenta hlut í Heimavöllum sem er langstærsta leigufélag landsins. Lífeyrissjóðirnir fóru inn í eigendahóp félagsins í vor ásamt tryggingafélögunum VÍS og TM og fjárfestingarbankanum Kviku. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er ekki par hrifin af þessari þróun. Hann lýsir þeirri skoðun sinni á Facebook að lífeyrissjóðirnir séu að ganga gegn hagsmunum félagsmanna sinna. Færslu Vilhjálms má sjá hér.

Comments

comments