Útblastur_peningarFara þarf aftur til júlí 2004 til að sjá eins lágt verð á olíumörkuðum heimsins eins og í dag. Brent Norður­sjávar­ol­ía hefur ekki verið ódýrari í 11 ár. Í morgun lækkaði verðið í 36,44 dali á tunnunna þegar kauphallir opnuðu í Evrópu.

Fara þarf aftur til júlí 2004 til að finna svo lágt verð. Olía hefur lækkað um 35% frá síðustu áramótum. Olíuverð fór hæst yfir 100 dali síðasta sumar. Síðan þá hefur verðið lækkað um rúm 60%.

Í febrúar 2012 var útsöluverð á hverjum bensínlítra um 250 krónur á líterinn. Í dag er útsöluverðið um 192 krónur á hvern líter. Þetta er 23,2% lækkun á þessu tímabili á meðan að innkaupsverðið hefur lækkað um ríflega 60%. Er nema von að neytendur beri takmarkað traust til bæði olíufélaganna og ríkisins sem í raun ráða þessari verðmyndun?

Comments

comments