Vigdis-Hauksdottir-mynd-Spessi

Vigdís Hauksdóttir – mynd Spessi

Freyr Rögnvaldsson blaðamaður á DV ritar grein þar sem hann segir Austfirðingar óánægða með fjarveru Sigmundar í fjárlagavinnu alþingis. Fréttin er hin furðulegasta fyrir þá sem þekkja til vinnunnar á Alþingi. Greinilegt er að blaðamaðurinn er að reyna slá sig til riddara með því að pönkast á fyrrverandi forsætisráðherra eins og virðist í sérstakri tísku nú um stundir. Þar er vitnað í formann sveitarfélaga á Austurlandi Sigrúnu Blöndal sem einnig virðist ekki átta sig á því hvernig fjárlagavinnan fer fram á þinginu.

Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis lætur blaðamanninn og Sigrúnu Blöndal, formanns sveitarfélaga á Austurlandi heyra það í færslu á Facebook. Þar ritar Vigdís.

„Enn er ráðist að Sigmundi Davíð – nú vegna fjárlagavinnunar – þessi „ekki frétt“ lýsir mikilli vankunnáttu á fjárlagagerðinni. Þeir þingmenn sem sitja í fjárlaganefnd bera einir ábyrgð á þeirri vinnu – aðrir þingmenn koma ekki að henni – þess ber að geta að Silja Dögg Gunnarsdóttir er aðalmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd
Þetta viðtal við Sigrúnu Blöndal, formanns sveitarfélaga á Austurlandi eru henni ekki til vegsauka og lyktar af illgirni – og eru henni raunverulega til skammar og í þokkabót lýsir viðtalið mikilli vankunnáttu á stjórnskipun landsins og ákvæðum þingskapalaga.
Þess ber að geta að Þórunn Egilsdóttir er varamaður flokksins í fjárlaganefnd og hefði því verið einfalt að skipta á henni og Silju Dögg í nefndinni – ef Austfirðingar hafa verið hræddir um að hagsmunir þeirra hefðu verið fyrir borð bornir – Sigmundur Davíð hefur enga aðkomu að fjárlagavinnunni
Hvenær er nóg – nóg?
Það eru tveir dagar til jóla og þess ber að geta að hann er eini stjórnmálamaðurinn sem nær því að komast á topp 10 lista Bylgjunnar sem maður ársins“

Líkast til er þetta er skólabókardæmi um aðstæður þar sem lítið fólk reynir að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra.

Færsla Vigdísar á Facebook er hér fyrir neðan.

 

Comments

comments