Enn einu sinni óskapast Kjarninn yfir þeirri „leiðréttingu á forsendubresti“ sem gerð var fyrir rétt rúmum 2 árum síðan. Fyrir einhverjar sakir virðist það vera skoðun Kjarnans að ekkert megi gera fyrir venjulegt millitekjufólk eða þá sem þéna aðeins meira í okkar þjóðfélagi. Þetta er ekki síst einkennilegt af því að LEIÐRÉTTINGIN var ekki og átti aldrei að vera tekjujafnandi aðgerð. „Þeir tekjulágu“ fengu sérstakar vaxtabætur hjá vinstri stjórninni og niðurfellingar, sem stóðu okkur „milljónamæringunum“ ekki til boða.

Þegar leiðréttingin var gerð var síðan auðvitað tekið tillit til leiðréttinga sem búið var að gera hjá „fátækum skuldurum“, því skiljanlega var ekki hægt að leiðrétta skuldirnar tvisvar hjá sama fólkinu, frekar en hægt er að refsa tvisvar fyrir sama glæp. Það var alveg skýrt hjá Framsóknarflokknum og þeir unnu sinni stóra kosningasigur út á það, að þeir ætluðu að leiðrétta FORSENDUBRESTINN hjá öllum, ekki bara sumum, því allir skuldarar hefðu orðið fyrir a.m.k. 30-50% hækkunum á fasteignalánum sínum.

Leiðréttingin hjá mér persónulega var hins vegar frekar klén eða í kringum 10% af fasteignalánunum, þannig að ég sat eftir sem áður uppi með langstærstan hluta hækkana lána vegna forsendubrestar í kjölfar hækkana verðtryggðra lána. Ég og þúsundir annarra Íslendinga fengum enga aðstoð frá „Vinstri velferðarsstjórninni“ – urðum aldrei vör við neina SKJALDBORG.

Þessi grein er því aðeins BULL öfundsjúks fólks, sem annaðhvort var ekki búið að koma yfir sig þaki á þessum tíma – og lenti þar af leiðandi ekki í neinum forsendubresti – eða viðkomandi höfðu verið í svo glórulausum fjárfestingum fyrir hrun, að það var EKKI HÆGT að bjarga því fyrir horn með neinum aðgerðum, hvorki með sérstökum vaxtabótum, 110% leiðinni eða greiðsluaðlögun (greiðsluskjól o.s.frv.).

Comments

comments