Ný ríkisstjórn hefur boðað að endurskipað verði í nefnd um endurskoðun búvörusamninga.

Nýbúið er að skipa í þá nefnd í samræmi við nefndarálit meirihluta atvinnuveganefndar alþingis.

Búvörusamningar hafa fyrst og fremst tvíþætt hlutverk þ.e. að tryggja afkomu bænda og fela þeim þær skyldur að framleiða heilnæm og góð matvæli fyrir landsmenn (neytendur).

Búvörusamningar fjalla ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar.

Reynar virðast heildsalarnir í Félagi Atvinnurekenda hafa það ágætt og svo virðist sem arðsemi verslunar á Íslandi mun hærri en gerist í samanburðarlöndum.

Talsmenn heildsala eiga amk ekkert erindi í slika nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda. Reyndar má setja spurningarmerki við fulltrúa verslunarinnar.

Ég spái því að undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks verði talsmönnum milliliða bætt í nefndina svo þeir geti gætt sinna hagsmuna.

Comments

comments