Þyrla Landhelgisgæslunnar fann lík í Selvogsfjöru um miðjan dag í gær. Um er að ræða lík Birnu Brjánsdóttur, en hún hvarf aðfararnótt laugardags fyrir viku síðan. Dánarosök liggur ekki fyrir en bráðabirgðaniðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu dögum samkvæmt lögreglu. Talið er að líkið hafi rekið í fjöru af sjó. Grænlensku skipverjarnir tveir eru grunaðir um að hafa ráðið Birnu bana en blóð fannst í bifreið sem þeir höfðu á leigu, verða teknir til áframhaldandi yfirheyrslu í dag. Þeir eru nú í einangrun á Litla Hrauni en játning liggur ekki fyrir.

Rétt­ar­mein­a­rann­sókn hefst í dag en von er á rétt­ar­meina­lækni lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu til lands­ins um há­degi. Hann er aust­ur­rísk­ur og starfar bæði hér á landi sem og í út­lönd­um við rétt­ar­mein­a­rann­sókn­ir, að sögn Gríms Gríms­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns sem stýr­ir rann­sókn­inni á and­láti Birnu.

Comments

comments