Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar

Hörður Arnarsson
forstjóri Landsvirkjunar

Á uppgjörsfundi Landsvirkjunar í gær upplýsti forstjórinn Hörður Arnarsson að meiri eftirspurn væri eftir raforku en framboð. Hann sagði afkomuna góða í krefjandi markaðsumhverfi (sem er raunar fákeppnisumhverfi innsk blm). Skuldir haldi áfram að lækka. Nettó skuldir hefðu lækkað um 205 milljónir dala 2014 og 2015 og eru nú í fyrsta skipti undir 2.000 milljónum dala síðan 2005.

„Landsvirkjun getur ekki annað heildareftirspurn iðnaðar eins og sakir standa,” sagði Hörður á uppgjörsfundinum. Áhætta og verð stýri hvaða fyrirtæki fái raforku. Nýir viðskiptavinir, stórnotendur, væru að hefja rekstur, nefnir hann þar sérstaklega United Silicon 35 MW árið 2016 forstjórinn á síðan von á því að starfsemi PCC á Bakka við Húsavík hefjist árið 2017. Þessu til viðbótar er aukning í gagnaverum og  almennur markaður um 6 – 12 MW á ári.

Þessar upplýsingar forstjórans ýta undir þá skoðun að Landsvirkjun hafi vikið frá þeirri stefnu sem áður var ófrávíkjanleg að vera sá aðili í raforkukerfinu sem ávallt tryggði næga orku. Raforkuframleiðandi til þrautavara.  Málflutningur forstjórans á þessum fundi stangast algerlega á við fyrri málflutning hans síðustu ár, þar sem hann hefur ítrekað reynt að selja þjóðinni þó hugsun að tengja þurfi landið við sæstreng til Bretlands til þess að geta komið allri umframorkunni í kerfinu í verð.

Forstjórinn telur að verð Landsvirkjunar sé síst of hátt, hann segir: „Þegar staðan er þannig að eftirspurnin er meiri en framboðið þá myndu flest markaðslögmál segja að við værum frekar að verðleggja okkur of lágt“ Þetta er vissulega rétt ef Landsvirkjun væri að starfa á opnum samkeppnismarkaði. En svo er ekki! Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu á fákeppnismarkaði en hagar sér ekki í samræmi við það.

Í þessari afstöðu Landsvirkjunar endurspeglast vandræði RIO TINTO í Straumsvík sem væntanlega munu loka verksmiðju sinni í Straumsvík vegna raforkuverðs sem ekki stenst samanburð við samkeppnislönd. Hætt er við því að ef það gerist muni alþjóðleg fyrirtæki forðast uppbyggingu á íslandi um langa framtíð.

Spurning dagsins eftir þennan fund Landsvirkjunar er: Ætlar Landsvirkjun að skapa ný störf fyrir þau sem tapast þegar stórfyrirtæki landsins fara að loka dyrum sínum.

Comments

comments