Sameinuðu þjóðirnar hrinda af stað í dag alheimsherferð gegn plastmengun heimshafanna. Meginmarkmið herferðarinnar eru að stöðva alveg notkun plasteinda í snyrtivörum og binda enda á notkun einnota plastumbúða fyrir árið 2022. Yfirskrift herferðarinnar er Hreint haf, eða Clean seas, og miðar að því að fá ríki heims til að setja skýr markmið um minni plastnotkun, hvetja fyrirtæki til að draga úr notkun plastumbúða svo sem kostur er og endurhanna vörur með þetta sama markmið að leiðarljósi.

Herferðinni er beint að þjóðríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum. Allir eru hvattir til þess að setja sér markmið um að minnka plastnotkun sína.

Plastmengun í höfunum er orðin verulegt vandamál sem aðkallandi er að vinna gegn. Það vekur athygli okkar á Veggnum að nágrannar okkar Norðmenn hafa  gengið til liðs við þessa herferð. Hvað ætlum við Íslendingar að gera? Ákvörðun um það getur haft áhrif á markaðssetningu sjávarafurða langt inn í framtíðina.

Nánar má kynna sér herferðina hér.

Comments

comments