Um Costco:

Rekstrarmódel Costco er mjög einfalt og auðskilið.
Þar á bæ er álagning félagsins miðuð við að standa undir öllum rekstrarkostnaði en án alls hagnaðar.

Allur hagnaður Costco kemur frá sölu á meðlimakortum.

Þetta geta allir lesið í ársreikningum félagsins sem eru opinberir. Það er mjög skemmtilegt að fá inn stórt erlent verslunarfyrirtæki inná þennan litla og oft staðnaða markað.

Innkoma þeirra mun hvetja alla verslunarmenn á Íslandi til að rýna sitt eigið módel og endurmeta hvort að allt sé gert eins og best verður á kosið. Margir munu ofmeta þær breytingar sem Costco hefur í sumum vöruflokkum en líka vanmeta áhrifin í öðrum.

Áhrifin til lengri tíma munu koma í ljós á næsta ári.

Comments

comments