Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur fengið á sig miklar gusur síðustu daga vegna þess að lög um breytingu um verslun með áfengi voru afgreidd út úr nefnd hjá henni.  Hún sjálf tjáði sig um málið og Facebook og skrifaði.

„Í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar mikinn vegna þess að lög um breytingu um verslun með áfengi voru afgreidd út úr nefnd í síðustu viku hjá mér. Orð eins og „ofbeldi“ og „valdníðsla“ voru notuð yfir störf nefndarinnar, ásamt því að orðin „sópa sannleikanum undir teppið“ voru ítrekað notuð í þingsal vegna þess.

Fyrir nefndina komu 19 umsagnaraðilar eða 27 manns til að gera okkur grein fyrir athugasemdum og umsögnum við frumvarpið. Langt um fleiri gestir en við nokkuð annað þingmannamál. Þar voru ræddar margar ábendingar og hliðar málsins. Framsögumenn tóku síðan tillit til athugasemda. Ég taldi að það væri til eftirbreytni en ekki öfugt, það er auðvitað hluti af samræðunni að búið sé að taka tillit til ýmissa sjónarmiða, hvað sem manni kann að finnast um þau. Á sama tíma voru tekin út önnur þingmannamál (m.a. frá VG) næstum án nokkurrar umræðu í nefndinni.

Frumvarpið gengur nú mun skemur en áður, en framförin felst auðvitað enn í því að afnema úrelt einokunarkerfi. Frumvarpið er því að mörg leyti hentugara nú til að sætta andstæð sjónarmið. Áfengið fer ekki í matvöruverslanir og ÁTVR er ekki lagt niður. Fólk getur verið ósammala málinu ennþá, en væri þá ekki ráð að ræða málið efnislega og að málið fái einu sinni eðlilega þinglega meðferð. Nema kannski er fólk svona ánægt með breytingarnar að það er betra að hjóla í vinnubrögðin.

Ég veit í það minnsta ekki hvaða sannleika var sópað undir teppið, því þetta er allt uppá borðinu og hefur verið í mörg ár og snýst auðvitað bara um prinsip hvað skuli vera einokunarverslun og hver séu verkefni ríkisins.“

Veggurinn hvetur Áslaugu til þess að standa áfram í lappirnar og láta ekki grimma orðræðu vinstri flokkanna hræða sig.

Comments

comments