Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins skrifar pistil sem birtist í Viðskiptablaðinu þar sem hún færir rök fyrir því að hávaxtastefnan hér á landi sé að verulegu leiti borgarstjórnarmeirihlutanum að kenna.

Ásdís segir að ef Reykjavíkurborg hefði ekki sofið á verðinum í lóðaúthlutunum væru forsendur fyrir lægri stýrivöxtum til staðar.

Ásdís telur eina helstu ástæðu þess að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðin hafi hækkað um 20% á síðasta ári vera að Reykjavíkurborg hafi einungis byggt 300 íbúðir árlega þegar fyrir hafi legið lengi að árleg þörf væru 800 íbúðir. Ef borgin hefði úthlutað því magni lóða sem vitað var að þörf væri á, hefði fasteignaverð líklega fylgt launaþróun, eða hækkað í kringum 8% á ári.

Þá bendir Ásdís á þá staðreynd að aðgerðarleysi borgaryfirvalda hefur afleiðingar umfram þær að gera fólki erfiðara fyrir að koma þaki yfir höfuðið. Sú verðbóla sem að stærstum hluta hefur orðið til vegna lóðaskortsstefnu Reykjavíkurborgar hefur kynnt áfram verðbólgu. Ef ekki væri fyrir þessar hækkanir væri hér 1,8% verðhjöðnun. Hefði borgin brugðist við fyrr er ólíklegt að húsnæðisverð hefði hækkað um tugi prósenta heldur fremur fylgt launaþróun og hækkað um 8% á ári. Hefði það gengið eftir má ætla að stýrivextir Seðlabankans væru ekki 4,75% heldur mörgum prósentum lægri.

Ljóst er því að borgarstjóri og meirihluti hans ber ábyrgð á milljarða tilfærslu frá  heimilum landsins yfir til fjármálakerfisins vegna andvaraleysis. Þannig ættu að vera hér á landi forsendur fyrir lægri vöxum og viðvarandi verðhjöðnun ef borgin hefði staðið sig sem skyldi í lóðaframboði.

Comments

comments