Í dag er 23. maí 2017, dagurinn þegar íslensk dagvöruverslun tók nýja stefnu. Stefnu sem er neytendavæn og ber hag neytenda fyrir brjósti. Stjórnendur Costco á Íslandi hafa látið hafa eftir sér að verðin sem eru boðin í dag verði viðvarandi með fyrirvörum um gengisþróun.  Þetta fyrir íslenska neytendur eru stórtíðindi.

Stjórnendur Costco hafa líka verið ófáanlegir til þess að tjá sig um viðbrögð samkeppnisaðila s.s. að Hagar hafa fjárfest í Lyfju og Olís og nú síðast var það Skeljungur sem tilkynnti um kaup sín á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland. Viðbrögð Costco manna er einföld. Við erum bara að finna í okkar sem er að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.

Ljóst má vera að næstu vikur munu einkennast á miklu umróti á smásölumarkaði. Lífeyrissjóðir landsins sem hafa sölsað undir sig smásöluverslun í landinu munu lenda í vandræðum með fjárfestingar sínar. Neytendur eru orðnir þreyttir á græðgi þeirra og yfirgangi og munu glaðir færa viðskipti sín yfir til Costco.

Comments

comments