Fréttir gærdagsins um áform Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra, um að leggja niður 5 og 10 þúsund króna seðlana hafa bæði vakið mikil og sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum og ekki síst undrun. Í þessum áformun felst í raun meiri og alvarlegri forræðishyggja en dæmi eru um í langan tíma.

Benedikt kynnti skýrsl­ur tveggja starfs­hópa sem í vet­ur var falið að vinna til­lög­ur að aðgerðum til úr­bóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um um­fang fjár­magnstil­færslna og eignaum­sýslu Íslend­inga á af­l­ands­svæðum.

Tillögur um að takmarka notkun reiðufjár eru alvondar. Bæði er krónan lögeyrir og hitt hún er eini fullgildi gjaldmiðillinn sem hægt er að nota í viðskiptum hérlendis án þess að aukakostnaður leggist ofan á notkun hennar. Gallinn við rafrænu færslurnar er auðvita sá að bankar og kortafyrirtæki taka af þeim viðskiptum hlutfallskostnað hjá versluninni og fast færslugjald af viðskiptavininum. Auðvita er þetta líka viðkvæmt fyrir formenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks að þeir tengjast kortafyrirtækjunum fjölskylduböndum.

Besta ráðið til að berj­ast gegn skattsvik­um að hafa skatt­ana sanngjarna, lága og al­menna, og skatt­kerfið skil­virkt og gegn­sætt.

Við skulum til gamans skella hér inn fyrir neðan nokkrum af þeim ummælum sem mátti finna á Facebook um þetta mál.

 

Comments

comments