Hvað skyldi Már Guðmundsson seðlabankastjóri segja yfir því að hér er nánast enginn verðbólga reyndar verðhjöðnun uppá 0,6% ef húsnæðisliðurinn væri ekki tekinn með. Samt tekst honum að vera með stýrivexti hér í 5,75% ár eftir ár og allt er það byggt á grundvelli þess að mikil verðbólga sé i vændum´!

Heyrst hefur að sést hafi til seðlabankastjóra þar sem hann ráfaði um götur Reykjavíkur með símann í hendi sér og héldu vegfarendur að hann væri að leita að Pokermon en líklegra er að þeir í seðlabankanum séu búnir að setja upp nýjan leik sem gengur út á að finna verðbólgudrauginn!

Comments

comments