Kaffistofan hefur fyrir því heimildir innan Framsóknarflokksins að Eygló Harðardóttir sé að máta sig við formennsku innan flokksins. Þannig hefur hún haldið lokaða fundi víða þar sem hún hefur óskað eftir stuðningi við framboð sitt. Einn helsti smali flokksins Mattías Imsland er sagður standa að baki Eygló.

Þessi fyrirætlun hennar getur skýrt að hluta þá uppákomu sem varð í þinginu fyrir skömmu þegar Eygló reyndi að marka sér sérstöðu með því að styðja ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Viðmælandi Veggsins segir að þetta brölt Eyglóar valdi smá titringi innan flokksins en almennt telji flokksmenn hana ekki vera kandídat í þetta embætti.

„…sjáðu hennar eigin málaflokk, húnæðismálin sem hún virðist ekki skilja enn eftir 3ja ára ráðherratíð. Nú síðast kallaði hún eftir því að byggingafulltrúar sem lögum samkvæmt eiga að framfylgja þeim lögum og reglugerðum sem koma úr hennar eigin ráðuneyti kæmu út úr kassanum, orðrétt sagði ráðherrann í Fréttablaðinu 19. ágúst síðastiðinn:

„Því óska ég hér með eftir byggingafulltrúum og sveitastjórnarmönnum sem eru tilbúnir að brjótast út úr kassanum og hjálpa fólki að byggja sjálft.“

Hún var því að hvetja embættismenn til lögbrota vegna þess að henni hefur ekki lánast að gera breytingar á þeim lögum og reglugerðum sem um byggingariðnaðinn gilda.“

Viðmælandi Veggsins vildi meina að allur málflutningur ráðherrans benti til þess að hún væri í röngum stjórnmálaflokk. Hennar sýn passaði betur við málflutning Samfylkingarinnar en Framsóknar.

Í bítinu í morgun var með viðtal við Theódóru S. Þorsteinsdóttur Formann bæjarráðs og skipulagsnefndar Kópavogsbæjar þar sem hún ásakar ráðherrann fyrir að hafa ekkert samráð við bæjaryfirvöld og hreinlega fara með rangt mál. Viðtali má finna hér.

Comments

comments