Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var viðtal við Ingólf Bender sem hefur verið forstöðumaður greiningardeildar Glitnis lengi. Hann var spurður afhverju neytendur hér geta ekki fengið sambærilega vexti eins og eru á Norðurlöndunum sem eru frá 0,8% uppí 2%. Svarið hans var að hér væri óstöðugleiki og ekki væri von á því að við fengjum sambærilega vexti og Norðurlandabúar næstu 20 til 30 árin. Hann var líka spurður af fréttamanni hvað myndi gerast ef Seðlabankinn myndi lækka stýrivextina niðrí 2%. Svarið var stutt, allt færri á hliðina!

Það er með ólíkindum að verið sé að tala við þessa greiningarstjóra sem fyrir hrun sögðu að allt væri í góðu lagi hjá bönkunum og allt tal um að bankakerfið væri að hrynja væri bull og vitleysa. Nú sjá þessir snillingar 30 ár frammí tímann og segja að okurvextir þurfa að vera áfram hér á landi næstu 20 til 30 árin til að viðhalda „fjármálalegum“ stöðugleika!!!!!

En skoðum hvað Ingólfur Bender greiningarstjóri Glitnis sagði í þjóðhagsspá bankans í febrúar 2008 eða einungis 8 mánuðum fyrir hrunið.

„Greining Glitnis Febrúar 2008 Þjóðhagsspá 2008–2011

Heilbrigt viðskiptalíkan: Uppbygging bankakerfisins hér á landi á undanförnum árum hefur gert það mun sterkara og áhættudreifðara. Það er þannig mun betur í stakk búið nú en áður til að taka á vandamálum sem nú blasa við á erlendum lánsfjármörkuðum.

Aðlögun að jafnvægi mun einnig einkenna næstu ár að mati okkar. Til viðbótar við bata á utanríkisviðskiptum mun innlend eftirspurn taka við sér á nýjan leik á næsta ári með lægri vöxtum, betra aðgengi að lánsfé, betri horfum á eignamörkuðum, vexti kaupmáttar og frekari stórfjárfestingum í iðnaði.

Spáum við því að hagvöxtur muni aukast jafnt og þétt út spátímann og reynast tæplega 3% á næsta ári, en ríflega 4% árin 2010 – 2011. Útlit er fyrir allháa verðbólgu á þessu ári, eða 5,9% að meðaltali, en rétt eftir mitt næsta ár ætti 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans að nást og verðbólgan að haldast skapleg út spátímabilið.“

Já þetta var þjóðhagsspá frá Ingólfi Bender 8 mánuðum fyrir hrun og ég fæ hroll þegar verið er að fá álit frá þessum mönnum sem ekki sáu einnu sinni þegar verið var að ræna bankakerfið beint fyrir framan nefið á þeim!

Comments

comments