Þetta segir Páll Vilhjálmsson í færslu sinni í dag.

RÚV hannaði fréttir til að knésetja Sigmund Davíð sem stjórnmálamann. RÚV krefst þess að Sigmundur Davíð sanni sakleysi sitt en leggur ekki fram gögn sem sýna meinta sekt hans.

Aðför RÚV að Sigmundi Davíð er þráhyggja. Í kvöld var frétt á RÚV, skrifuð af manni sem áður vann hjá undirverktakanum Reykjavík Media. Fréttin er um Bahama-skjöl, sem eru önnur en svokölluð Panamaskjöl, og taka m.a. til Kros fyrrum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins. Í lok fréttarinnar segir RÚV:

Þetta eru að efninu til sömu skýringar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gaf í viðtali og í yfirlýsingum um félagið Wintris Inc.

Niðurlagið er óþverralegur áburður á Sigmund Davíð þar sem honum er án raka slengt saman við mál sem tengist honum nákvæmlega ekki neitt. Efstaleiti þarf á sálfræðingi að halda.

Comments

comments