vw

Martröð VW ætlar engan enda að taka. Forráðamenn fyrirtækisins í Bandaríkjunum viðurkenndu að 3.0 lítra TDI V6 vélin þeirra frá árabilinu 2009 til 2016 væri útbúin sama falda svindl hugbúnaði og fannst fyrr á árinu í 2.0 lítra vélunum. Fyrstu tölur gefa til kynna að í Ameríku sé um að ræða a.m.k. 85.000 bifreiðar til viðbótar við það sem áður var áætlað.

Hér er um að ræða vélar í tegundum eins og Audi A6A7A8 og jeppum líkt og Q5Q7Porsche Cayenne og VW’s Touareg. Þessar tegundir sem eru með vélina sem nefnd er hér að ofan hafa allar innbyggðan hugbúnað til þess að falsa niðurstöður í útblástursprufum stjórnvalda. Talsmaður frá Audi segir að þessi hugbúnaður sé ekki í trássi við Evrópska löggjöf og fyrirtækið hefði átt að tilkynna um þennan útbúnað til amerískra yfirvalda.

Trúverðugleiki VW er ekki mikill í þessu máli, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir nokkrum vikum síðan þegar US Environmental Protection Agency (EPA) kom fyrst fram með upplýsingar um að sami hugbúnaður væri í 3.0 lítra vélinni neitaði talsmaður VW þessum ásökunum. Enn á ný þurfa þeir að bakka og viðurkenna að hafa svindlað á þessu prófum. Spurning hvort talsmaður Audi þurfi einnig að éta hatt sinn varðandi það að í Evrópu sé þessi búnaður innan lagarammans?

Comments

comments