Jagúar F-Pace

Jagúar F-Pace

innrétting í F-Pace

innrétting í F-Pace

Margir tryggir Jagúar aðdáendur hafa beðið með óþreyju eftir nýjum jepplingi frá þeim. Nú hillir undir að þessi bið sé á enda. Jagúar F-Pace er að koma á göturnar. Reiknað er með að bíllinn verði komin í dreifingu hjá umboðsmönnum í apríl á þessu ári. Bíllinn kemur með hefðbundinni Jagúar innréttingu og meðal nýjunga er m.a. tengimöguleiki fyrir Apple Watch og innbyggt Wi-Fi hotspot. Bíllinn er líka merkilegur fyrir þær sakir að hann er smíðaður úr áli að miklu leiti.

Hann verður boðin í minnstu útgáfu með 2,0 lítra dísel vél, á hinum endanum verður hægt að fá hann með 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu.  Ekki liggur fyrir hvenær umboðið B&L getur boðið þennan bíl þegar þetta er skrifað.

Comments

comments