volvo-hololens

Volvo og Microsoft hafa tekið höndum saman með þróun í tengslum við bifreiðar. Fyrsta samstarfsverkefnið þeirra eru gleraugu sem kallast HoloLens   en þau eru svokölluð Augmented Reality (AR) gleraugu. Hér er um að ræða tækni þar sem blandað er saman stafrænum upplýsingum og myndböndum.

Þannig verður hægt að skoða bílana í raunstærð í mismunandi útfærslum. Hægt verður að taka skelina af og skoða hvað býr undir. HoloLens er einnig hugsað til þess að útskýra fyrir væntanlegum kaupendum í hverju yfirburðir Volvo liggja varðandi öryggi.

Áframhaldandi samstarf Volvo og Microsoft á að leiða af sér möguleika fyrir viðskiptavininn að máta sig inn í bílinn og taka hring allt í sýndarveruleika.

Comments

comments