Ágætu lesendur,

Veggurinn hefur starfað óslitið síðan í nóvember 2015. Hægt en örugglega sjáum við fleiri og fleiri kíkja við á vefnum sér til skemmtunar eða fróðleiks. Á árinu 2016 hafa verið um 600 þúsund heimsóknir á Vegginn. Meðaltalið segir 48 þúsund heimsóknir á mánuði. En meðaltalið segir ekki allt, því við erum að upplifa vöxt sem spannar frá 10 þúsund heimsóknum upp í 125 þúsund heimsóknir í okkar besta mánuði. Fyrir þessa athygli erum við afar þakklát.

Veggurinn verður nú yfir hátíðarnar settur í smá andlitslyftingu. Veitir ekki af segja eflaust einhverjir og jú jú það er komin tími á koma Veggnum úr barnafötunum sem hann er löngu vaxinn upp úr. Á meðan á þessum lagfæringum stendur verður ekki mikið um skrif hér, en gert er ráð fyrir því að allt komist á fullan skrið strax á fyrstu dögum komandi árs.

Innilegustu hátíðarkveðjur til ykkar lesendur góðir, megi jólin verða ykkur gleðirík og friðsæl.

Starfsfólk og eigendur Veggsins.

Comments

comments