Bæði forysta SFS og sjómanna hafa ítrekað sagt að það sé þeirra að klára samninga og aðkoma ríkisins með mögulegri lagasetningu sé ekki á dagskrá. Það er athyglisvert að rifja upp sjómannaverkfallið frá því 2001 sem stóð í um 7 vikur áður en Alþingi setti á það lög og sagði Árni M. Mathiesen þáverandi sjávarútvegsráðherra að hefðu lögin ekki verið samþykkt hefði skapast ringulreið í kjaramálum sjómanna og fiskverðsmálum. Nauðsynlegt hefði verið að grípa inn í deiluna til að verja þjóðarheill.

Þá líkt og nú var áhrifanna víða farið að gæta. Rekstur margra fyrirtækja var að stöðvast og útflytjendur segja verkfallið setja margra ára markaðsstarf í hættu. Mörg þúsund manns þá líkt og núna voru komin á atvinnuleysisskrá. Lög voru sett á verk­föll og verk­bönn 16. maí 2001 og gerðardómi falið að ákv­arða kjör sjó­manna. Vinnu­stöðvunin þá stóð alls í sjö vik­ur.

Laga­setn­ing­in á þeim tíma var rök­studd með því að vinnu­stöðvun­in hefði valdið mikl­um skaða fyr­ir at­vinnu­líf lands­manna, nýt­ingu auðlinda sjáv­ar og út­flutn­ings­hags­muni. Al­var­leg­ustu áhrif­in voru fyr­ir ein­stak­linga sem störfuðu við fisk­vinnslu og fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög sem byggðu at­vinnu sína á sjáv­ar­út­vegi en hefði einnig áhrif langt út fyr­ir þá hags­muni sem samn­ingsaðilar fjölluðu um. Skýr merki voru sögð um nei­kvæð áhrif vinnu­stöðvun­ar­inn­ar á efna­hags­líf lands­ins og ef ekki yrði gripið inn í málið myndi hún valda óbæt­an­legu tjóni fyr­ir þjóðarbúið í heild.

Ekki voru allir sáttir við þetta inngrip Alþingis í vinnudeilur. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands á þessum tíma lýsti því yfir að lagasetningin væri atlaga að frjálsum samningsrétti.

 

Comments

comments