Ég verð að segja að ég undrast þessa umfjöllun. Ætla að nefna tvennt: Í fyrsta lagi er þessum frábæru íþróttamönnum, sem lagt hafa líf og sál í íslenska landsliðið á undanförnum árum, sýnd dæmalaus vanvirðing með því að tala um að „henda“ þeim úr landsliðinu. Í öðru lagi að Kristján virðist ekki átta sig á að reynslan sem þessir leikmenn hafa yfir að ráða (samtals yfir 50 stórmót) er ómetanleg fyrir yngri og nýrri leikmenn landsliðsins. Þessir leikmenn eru ekki síður mikilvægir utan vallar en innan. Þeir eru topp karakterar sem leggja sig sérstaklega fram við leiðbeina, aðstoða og kenna yngri leikmönnunum að takast á við að keppa fyrir Íslands hönd á stórmótum. Þeir eru mikilvægur hlekkur í að færa það besta úr fyrri landsliðunum til hins nýja. Viðhorf þeirra, fórnfýsi og reynsla gerði frammistöðu ungu leikmannanna á HM enn betri en ef þeirra hefði ekki notið við. Auðvitað má alltaf deila um hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En ef þessir leikmenn hafa metnað og getu til að vera í landsliðinu þá eiga þeir að geta gert tilkall til sætis í landsliðinu eins og hverjir aðrir – sem er svo bara þjálfarans að meta. En að „henda“ þessum leikmönnum (sem spila enn á hæðsta leveli) út „af því bara“ finnst mér vond og vanhugsuð hugmynd.

Comments

comments