Frosti Sigurjónsson
fyrrv. alþingismaður

„Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum.“

Þetta sagði Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og hvetur hann sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu til að hugsa málin upp á nýtt.

„Hryggjastykkið nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er Borgarlínan – nýtt kerfi almenningssamgangna sem flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.  Borgarlínan verður því raunhæfur valkostur í samgöngum og mun gegna lykilhlutverki við að breyta ferðavenjum.“

Þetta segir á vef samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að þeir sem hafa haft forgöngu um þetta verkefni hafa ekki haft fyrir því að kynna sér hvaða þróun er handan við hornið í samgöngumálum og almenningssamgöngum.

Sem dæmi er þýski bílaframleiðandinn Volkswagen nýlega búin að kynna sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en þessi bíll markar tímamót. Ekkert stýri, engin bílstjóri, bara þægileg sæti fyrir farþegana. Sífellt fleiri telja að með slíkum bifreiðum hylli undir samgöngubyltingu. eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.

Ávinningurinn af þessari umskiptingu er gríðarlegur samkvæmt skýrslu RethinkX.

  • Því er spáð að þessi bylting hefjist um árið 2020 og henni verði lokið að mestu um 2030.
  • Reiknað er með að notkun slíkra rafbíla verði 10 sinnum ódýrari á hverja ekna mílu en ef fjárfest væri í nýrri bifreið til akstursins.
  • Kostnaðurinn við notkun á svona sjálfkeyrandi rafmagnsbílum er lár vegna þátta svo sem lægri viðhaldskostnaðar á rafbílum, lengri líftíma eða allt að 750 þúsund kílómetrum, orkukostnaður á ekin kílómeter er umtalsvert lægri, tryggingar bifreiða verða nánast óþekktar í því formi sem við þekkum í dag.
  • Talið er að meðal heimilið muni spara um 550 þúsund krónur á ári með því að leggja niður notkun á bensín eða olíu bifreiðum og nota frekar sjálfkeyrandi rafbíla.
  • Þessi mikli sparnaður er talin ýta enn frekar undir það að þessi umskipti gangi hratt fyrir sig.
  • Talið er að umferðarhnútar verði verulega mikið sjaldgæfari ef ekki alveg úr sögunni.
  • Sjálfkeyrandi rafbílar sem flytja fólk beint á milli A og B munu einnig gagnast þeim sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu s.s eldriborgarar, öryrkjar og fl. sem þurfa í dag leigubíla eða sérhæfðar samgöngur.

Frosti bendir á í viðtali sínu við Kristján Má Unnarsson að flutningsmátin sem við notum við almenningssamgöngur í dag, sem er sá sami og ætlaður er í nýrri Borgarlínu og einnig nýrri fluglest til Keflavíkur sé algerlega úreltur. Hann segir um núverandi kerfi:

„Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, – eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.”
„Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum.“

Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. Hann vill að þessar áætlanir verði endurskoðaðar.

„það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, – búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, – þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Segir Frosti að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af kynningunni af Sedric bíl Volkswagen ásamt myndum.

 

Comments

comments