Guðrún-Björt-IngvadóttirGuðrún Yngvadóttir hefur verið tilnefnd af alþjóðastjórn Lions og sitjandi alþjóðaforsetum til að gegna embætti alþjóðaforseta. Yrði hún þar með fyrsta konan í heiminum til að gegna embætti alþjóðaforseta innan Lionshreyfingarinnar. Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum 1917. Í dag starfa yfir 1,3  milljónir Lions-félaga, í 45.000 Lionsklúbbum í 206 löndum. Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum. Í Lions er farvegur umræðna sem efla og þroska. Kemur þetta fram á heimasíðu Lions á Íslandi.

Comments

comments