Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnu- og nýsköpunarráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis sagði þetta um framkvæmdir á PCC Bakka þegar hann var ráðherra: 

AR-702159887Á uppbyggingartíma sem er um þrjú ár verða tæpir 400 starfsmenn við vinnu. Einnig verða til fjölmörg störf við byggingu vegtengingar og stækkun hafnarinnar. Þá verða umtalsverðar framkvæmdir og umsvif tengd byggingu virkjana og línulagna. Starfsmannafjöldi kísilversins verður í upphafi um 120 -130 manns en fjölgar í hátt í 200 við tvöföldun framleiðslunnar sem er áformuð fljótlega eftir að rekstur fyrri áfanga hefst. Ljóst er að veruleg umsvif munu fylgja allri þessari uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstu árum. Fyrir liggur að íbúum hefur fækkað í Þingeyjarsýslum og atvinnumöguleikar eru víða fábrotnir. Fyrirhuguð uppbygging á Bakka er sérlega mikilvæg í byggðalegu tilliti eins og undirstrikað er í sérstakri greinargerð frá Byggðastofnun.

Ekki er mikill samhljómur á milli þeirra Svandísar Svavarsdóttur samflokksfélag en hún sagði þetta í dag á Alþingi um línulögnina sem á að sjá PCC á Bakka fyrir rafmagni:

Svandis SvavarsdottirFyrir liggur samkvæmt umhverfismati Skipulagsstofnunar að óafturkræfra áhrifa muni gæta á línuleiðinni og þar með sé ekki verjandi að fara í framkvæmdina án þess að það liggi fyrir hvort rökstuðningur sé nægilegur samkvæmt náttúruverndarlögum. Þannig þurfi efnislegt mat að eiga sér stað áður en lengra er haldið.

Hér er um að ræða mikilvæg þáttaskil í framkvæmd náttúruverndar á Íslandi. Fyrir liggur þar með mikilvæg viðurkenning á stöðu svæða sem njóta verndar samkvæmt íslenskum náttúruverndarlögum.

Vinstri græn hafa alltaf lagt áherslu á mikilvægi þess að náttúran njóti vafans í raun og ber sérstaklega að fagna því að sú sé orðin raunin í þessu tiltekna máli. Þannig varð breytingin ekki bara á lagabókstafnum sjálfum með öllum greiddum atkvæðum hér í þingsal í fyrra heldur liggur nú fyrir að staða íslenskrar náttúru í lögum er umtalsvert betri en hún var fyrir gildistöku nýrra laga. Það eru tíðindi.

Steingrímur var mikill hvatamaður að því að framkvæmdir færu strax af stað á Þeystarreykjum og gerði sérsamninga við PCC sem færði þeim ýmsar ívilnannir svo að af fjárfestingunni yrði. Núna spyrja menn sig hvort mikill fögnuður sé innan þingflokks Vinstri Grænna?

Comments

comments