Hvað þýðir gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi? Þetta er eitt af stóru loforðunum í kosningabaráttunni núna.

Viðskiptaráð hefur tekið saman hvað loforðin um heilbrigðiskerfið koma til með að kosta okkur. Ef við gerum ráð fyrir því að útgjöld til heilbreiðismála fari úr 7% í 11% af vergri landsframleiðslu eins og lagt var til í undirskriftasöfnun þeirri sem Kári Stefánsson stóð fyrir hefði það í för með sér, auk þess að gera kerfið gjaldfrjálst má gera ráð fyrir umtalsverðum útgjaldaauka.

1*OM2JAvL4ACtmyp638BxXag

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan sem fengin er á vef Viðskiptaráðs þá eru áætluð útgjöld til heilbrigðismála fyrir árið 2016, 164 milljarðar króna. Ef kostnaðar þátttakan sem talin er vera 18,5% verður afnumin má gera ráð fyrir 35 milljarða útgjaldaauka. Síðan eru það 11 prósentin af vergri landsframleiðslu til þess að ná því markmiði, þarf að auka útgjöldin um 59 milljarða til viðbótar. Samtals eru þetta því 96 milljarðar á hverju ári eða 376 milljarðar á kjörtímabilinu.

Á því kjörtímabili sem senn er á enda voru 80 milljarðar notaðir til þess að gera almenna leiðréttingu á kjörum þeirra sem voru með húsnæðislán sín í íslenskum verðtryggðum krónum. Sömu flokkar sem nú lofa því að setja 96 milljarða á ári í heilbrigðiskerfið beittu sér að hörku gegn skuldaleiðréttingunni. Töldu réttlátt að hluti þjóðarinnar væri látin bera það misgengi sem myndaðist í þjóðfélaginu. Fræg er setningin um að ekki verði meira gert fyrir heimilin í landinu.

Nú bregður svo við að það á að skutla 376 milljörðum í heilbrigðiskerfið án þess að menn viti hvernig eigi að nota þessa fjármuni. Engin áætlun um hvernig á að nýta þetta viðbótarfé. Það er engin trygging fyrir því að þjónustan batni en víst er að hún mun verða dýrari.

 

Comments

comments