Yfirfall við Kárahnjúkastíflu.

Hverfandi á yfirfalli.

Stundum rata til okkar spurningar sem eru svo nærtækar að við sjáum þær ekki. Hér er ein slík: „Hvers vegna kaupum við orku til heimilanna þegar fyrirtækið í okkar eigu, Landsvirkjun,segist henda orku?“ . Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Landsvirkjun segir sí og æ að orka sé í kerfinu sem ekki er verið að nýta. Þegar öll miðlunarlón eru full rennur vatnið óbeislað til sjávar og ekkert fæst fyrir þá orku sem hægt hefði verið að framleiða. Búrfellsvirkjun er sögð vera búin að greiða sig upp en engu að síður er orkan þaðan seld á fullu verði til heimila í landinu. Auðvitað kostar rekstur virkjana alltaf sitt og dreifing á orkunni gerir það líka. En hljóta ekki landsmenn að spyrja sig af hverju þeir fá ekki að njóta þess rafmagns sem hægt væri að framleiða hjá afskrifuðum virkjunum?

Útgerðarmaður, sem kemur með afla að landi, borgar ekki sjálfum sér fyrir fiskinn sem hann ber heim til sín, frekar en að garðyrkjubóndinn rukki sjálfan sig fyrir grænmetið sem sem hann tekur til heimilsnota. Hygginn búmaður hendir ekki verðmætum, hann ber þau heim til fjölskyldu sinnar. Allir vita af köldum svæðum hér á landi þar sem fólk hefur ekki aðstöðu til að kynda hús sín með heitu vatni. Þar er rafmagnsnotkunin fimm sinnum meiri en hjá þeim sem búa áheitum svæðum. Ekki bara það, heldur er rukkað með ólíkum hætti fyrir orkuna þegar hún nýtist til húshitunar. Orku einingin í vatni kostar 2 kr/kwst á heitum svæðum en 14 kr/kwst á köldum svæðum til húshitunar.
Ef rafmagnið frá Landsvirkjun, sem er verið að henda, væri sent heim til okkar eigendanna án endurgjalds myndi kostnaður heimilanna að sjálfsögðu lækka og verðbólga að sama skapi. En í stað þess að færa heimilum landsins þessa sjálfsögðu búbót er Landsvirkjun að skoða að selja ónýtta umframorku í gegnum sæstreng til Bretlands, þótt vitað sé að það er ekki hagkvæmt.Fagur fiskur úr sjó.Fagur fiskur úr sjó.

Færa mætti fyrir því rök að heimilin í landinu gætu fengið alla umfram orku í kerfinu frítt frá Landsvirkjun. Einnig ættu heimilin að geta fengið verulegan afslátt af orkuflutningum Landsnets, sem er að langstærstum hluta í eigu Landsvirkjunar.
Ef við eigendurnir, fólkið í landinu létum Landsvirkjun afhenda okkur umframorku til heimilishalds allan ársins hring, án endurgjalds, myndi hagnaður Landsvirkjunnar þrátt fyrir það lækka aðeins óverulega. Ef miðað er við upplýsingar frá Orkustofnun eru heimilin að í landinu að nota 330 til 520 GWst á ári. Ef miðað er við að KWst kosti 5 krónur þá má gera ráð fyrir að hagnaður Landsvirkjunnar lækki um 1,5 til 2,6 milljaða króna á ári. Það er ekki nema 2,6 til 4,5% af veltu félagsins.
Af þessu sést að Landsvirkjun myndi halda áfram að skila ágætis hagnaði eftir sem áður vegna arðbærrar orkusölu til stóriðjunnar.
Rafmagnskostnaður heimilanna er 3,36% af heild í vísitölu neysluverðs og er þá tekið tillit til flutningskostnaðar. Með því að taka flutningskostnaðinn út fyrir sviga, sem eru tekjur Landsnets, myndi það lækka vísitöluna um 1,68%. Ef við gefum okkur að vísitölubundnar skuldir heimilianna séu 1.400 milljarðar þá blasir við að við getum lækkað þær um 23 milljarða .

Skuldaleiðréttingin, sem var kynnt í nóvember 2014, var skipt upp í nokkra hluta Sú aðgerð tók langan tíma í undirbúning og framkvæmd. Það sem lagt er til hér er bæði einfalt og fljótlegt þegar ákvörðun liggur fyrir.

Comments

comments