Franz von Holzhausen, yfir hönnuður Tesla Motors við Model X jeppann

Franz von Holzhausen, yfir hönnuður Tesla Motors við Model X jeppann

Tesla kynnti verð á Tesla Model X jeppanum í vikunni.  Grunnverðið er 80.000 dollarar í Bandaríkjunum fyrir 70D útgáfuna eða 5.000 dollurum meira en Model S 70D fjórhjóladrifni fólksbíllinn.   Samkvæmt vefsíðu Even sem flytur inn Tesla til Íslands kostar Model S 70D 12,5 milljónir króna og því má ætla að grunnverð Model X verði nálægt 13,3 miljónum króna miðað við núgildandi reglur um bifreiðagjöld og virðisaukaskatt.

Að íslenskum sið þá hefur ekkert verið ákveðið ennþá um gjalddtöku af rafknúnum bílum frá og með áramótum, þrátt fyrir að sumir Alþingismenn kalli eftir verkefnum.  Þess vegna getur endanlegt verð á Model X breyst, sem og öllum öðrum rafbílum.
Stefnuleysi stjórnvalda er ótrúlegt á tímum ákalls heimsbyggðarinnar eftir minni kolefnislosun.  Fátt er fljótvirkara í þeim efnum en að keyra bílaflotann á rafmagni, enda er úrvalið af rafbílum og tengiltvinnbílum sífellt að aukast.

Comments

comments