Ef skoðað er hvernig veiðgjöldin leggjast á íbúa landsins eftir kjördæmum þá lítur myndin úr svona:

pie kr pr íb e kjörd

Tekin var íbúafjöldinn 1. janúar í ár frá Hagstofunni og nýbirtum útreikningar Fiskistofu á veiðigjöldum fyrir árið 2015/2016. Meðaltal veiðigjalda á alla íbúa landsins eru 21.213 krónur. Landsbyggðakjördæmin eru að greiða 40 til 50 þúsund krónur á hvern íbúa. Reykjavíkurkjördæmin eru að greiða 12 þúsund á hvern íbúa en Kraginn einungis rúman þúsundkall á íbúa.

kr pr íb á kjördæmi

Veiðigjöldin eru samtals nærri 7 milljarðar og sést skiptingin eftir kjördæmum í næstu töflu.  kr eftir kjödæmum

Ef tekin eru út einstök byggðalög og heildargreiðslur fyrirtækja í þeim byggðalögum sem er að greiða meir 90 þúsund krónur á hvern íbúa þá eru það 15 bæjarfélög sem eru á þeim lista. Hnífsdalur er að greiða mest á hvern íbúa eða tæpa hálfa milljón á hvern mann og eru þar börn og gamalmenni tekin með. Svæði sem eiga í vök að verjast eru ekkert undanskilin.  Grímsey er með kvart milljón á hvern íbúa. Drangsnes, Bakkafjörður og Breiðdalsvík eru á þessum topplista og láta íbúar þar sitt ekki eftir liggja.

kr á íbúa e stað topp 15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðasta taflan sýnir heildargreiðslur þeirra bæjarfélaga sem greiða meir en 100 milljónir í veiðigjöld.

Stærstu greiðendur

Þessar tölur úrskýra hvernig krafan er svo hávær um að auka skattheimtu á sjávarútveginn því 2/3 hlutar þjóðarinnar eru ekki að greiða þennan skatt.

Comments

comments