það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um heimsendan mat síðustu viku og aftur í gær í kjölfar þess að ég greindi frá því að ég hefði prófað hann sl viku. Mér fannst maturinn góður og þeim sem standa að framleiðslu hans til sóma. Á þessu eru þó greinilega ýmsar skoðanir og ég hef séð áhyggjum lýst af næringarinnihaldi, matreiðslunni og fleira. Ég hef fengið margar góðar spurningar og vil reyna að svara þeim þremur helstu sem mér sýnast hafa borið hæst:
1. „Þótt þú sért sáttur, eru notendur ekki ósáttir“? Svarið er nei. 90% þeirra sem borða heimsenda matinn að staðaldri segjast geta mælt með matnum skv. ársgamalli könnun (sjá meðfylgjandi tengil) þar sem notendur voru spurðir.
2. „Er þetta ekki að uppistöðu unnar kjötvörur og óhollusta“? Svarið er nei. „Unnum kjötvörum, söltuðum og reyktum mat er haldið í lágmarki“, einsog fram kemur í úttekt Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf frá apríl 2014, en úttektin var hluti af þeim stöðugu umbótum sem unnnið hefur verið að í framleiðslueldhúsinu að Lindargötu. Þar var meðal annars metið næringargildi matarins (miðað við viðmiðanir landlæknis) og eldhúsið og matseðlarnir teknir út. Niðurstaða hennar var eftirfarandi: „Framleiðslueldhúsið að Lindargötu 59 veitir frábæra og fagmannlega þjónustu. Maturinn sem þar er framleiddur er fjölbreyttur og næringaríkur, dæmigerður íslenskur heimilismatur þar sem leitast er við að vera með grænmeti og salöt sem meðlæti með mat alla daga.“ Úttektina má lesa hér: http://reykjavik.is/…/v-14-1090-skyrsla-reykjavikurborg-mot…
3. „Fékkstu ekki bara sérmeðferð og betri mat en aðrir?“ Svarið er nei. Ég fékk sama mat og allir aðrir sem fengu heimsendan mat þessa viku, og í samræmi við matseðilinn sem ákveðinn hafði verið með löngum fyrirvara og er að aðgengilegur hér: http://reykjavik.is/…/matse…/heimsendurmatur_18-24januar.pdf

Comments

comments