KariogSigmundur 2Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ritar smá hugleiðingu á Facebook síðu sína. Tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar og félaga sem 40 þúsund Íslendingar hafa ritað undir. Sigmundur segir það vafasama leið að festa útgjöld til heilbrigðismála við ákveðið hlutfall af landsframleiðslu, líkt og Kári Stefánsson þrýstir á um með undirskriftasöfnun sinni.

Sigmundur ritar:

„Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það þurfum við, og eigum, að gera áfram.
Að mæla heilbrigðisþjónustu aðeins út frá ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu er hins vegar vafasöm leið. Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (19,7%) og í öðru sæti eru Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013].

14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu“, Lúxemborg, með 7,1%.

Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne.“

Kári Stefánsson krefst þess að upphæð sem nemi 11% af lands­fram­leiðslu verði varið í heil­brigðis­kerfið í stað 8,7% sem nú er gert. Hann talar gjarnan um útópíuna sína og segir að það þurfi að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Vissulega eru allir tilbúnir til þess að setja meira fé í góð málefni svo lengi sem ríkið borgar. Vandamálið er það að ríkið hefur ekki efni á því að borga tugi milljarða til viðbótar inn í heilbrigðiskerfið nema annað tveggja komi til. Fjármagn sé fært úr öðrum málaflokkum, eða skattar og álögur á borgaranna verði

Kári hefur neitað að leggja fram hugmyndir um hvar hann vill skera niður eða hækka álögur. Hann telur hér um grundvallar mannréttindi að ræða að hlú að þeim sem minna mega sín.

Ekki er nokkur vafi á því að núverandi ríkisstjórn hefur aukið umtalsvert fjármagn til þessa málaflokks. Margra ára stöðugur niðurskurður í kerfinu, árin á undan hefur haft slæm langtíma áhrif á kerfið og þessi áhrif þarf að vinna til baka. Þá er bara sú spurning eftir, hversu langan tíma eigum við að ætla okkur í þetta verk?

Comments

comments