Eyglo_HardardottirNýlegar aðgerðir fé­lags- og hús­næðismálaráðherra Eyglóar Harðardóttur virðast helst vera til þess gerðar að auka vandræði á húsaleigumarkaði. Stór fasteignafélög sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum landsins líkt og Almenna leigufélagið sem rekið er að Gamma hafa orðið svo sterk tök á leigumarkaðinum að ólíklegt er annað en að aðgerðir ráðherra muni hækka leiguverð.
Haft er eftir ráðherranum á mbl.is í morgun hún telji að niðurstaða nýlegrar Gallup könnunar sé ótví­rætt að sýna að mik­il þörf sé á að byggja upp leigu­markaðinn. En aðgerðir ráðherra ganga í öfuga átt, virðast þær helst til þess fallnar að styrkja stöðu þessara stóru eignarhaldsfélaga á leigumarkaði, með þeim hætti að félögin munu taka til sín fyrirhugaðar húsaleigubætur.

Fjármálaráðuneytið hefur bent á í umsögnum sínum að lausn þeirra sem leigja húsnæði felist ekki í hækkun húsaleigubóta enda muni sú hækkun bara hafa í för með sér hækkun á húsaleigu sem rennur beint til ráðandi aðila á leigumarkaði. Fé­lags- og hús­næðismálaráðherra virðist hundsa þessa umsögn án þess að setja fram rök fyrir máli sínu.

Það er athyglivert að Íbúðalánasjóður sem lýtur stjórn sama ráðherra ákvað nú nýlega að selja um 500 íbúðir í kippu til Almenna leigufélagsins. Að því virðist til þess að styrkja enn frekar markaðsleiðandi stöðu félagsins á leigumarkaði. Hér er líkast til um eina stærstu einkavæðingu síðari tíma að ræða sem mun skekkja íslenskan leigumarkað enn frekar.

Ekki verður betur séð en allar embættisfærslur í kringum þessi húsnæðismál séu tóm handarbaksvinnubrögð. Ráðherrann ber á þessum aðgerðum pólitíska ábyrgð og helst virðist að hún sé á einbeittan hátt að tryggja að húsaleiguverð á Íslandi og ávöxtun leigufélaga verði í hæstu hæðum næstu árum.

Comments

comments